Benjamín Julian

english | íslenska

Ég er sjálfstætt starfandi túlkur og þýðandi.

Á fundum og ráðstefnum þar sem hluti gesta talar ekki íslensku er gott að hafa túlkun — en oft mikil fyrirhöfn. Með því að birta túlkunina sem texta á skjávarpa, meðfram glærum eða á stillimynd, er hægt að forðast það umstang.

Túlkun á skjávarpa

Fundurinn getur þá verið á bæði íslensku og ensku og túlkurinn skrifar á hinu málinu. Stéttarfélög, opinberar stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki hafa nýtt sér þessa þjónustu með lítilli fyrirhöfn og miklum létti.

Ég býð upp á túlkun milli ensku og íslensku. Sömuleiðis tek ég að mér hefðbundna ráðstefnutúlkun (tal- eða hvísltúlkun) og þýðingar milli ensku og íslensku.

Hafið samband í síma 768-2692, eða gegnum tölvupóstfangið benjaminjulian@proton.me, til að fá frekari upplýsingar.